Fréttir

Gleðilega páska

25/3/2024

HL stöðin verður lokuð á skírdag, föstudaginn langa og á annan í páskum. Opnum aftur þriðjudaginn 2.apríl. Gleðilega páska.

Lesa meira

HL stöðin 35 ára

12/3/2024

Þann 1.apríl næstkomandi fagnar HL stöðin 35 ára afmæli. Í tilefni þess verður boðið upp á veitingar að lokinni æfingu mánudaginn 18.mars, þriðjudaginn 19.mars og miðvikudaginn 20.mars. Hlökkum til að sjá ykkur.‍

Lesa meira

HL stöðin fær heimsókn frá Landspítlanum

7/2/2024

Starfsfólk göngudeildar kransæða, hjartagáttar og hjartadeildar Landspítalans kom í heimsókn á HL stöðina og kynnti sér starfsemi stöðvarinnar og aðstöðu. Alla tíð hefur verið mikð og gott samstarf á milli HL stöðvarinnar og Landspítala. Það var því einkar ánægjulegt að fá þessa góðu kollega í heimsókn á stöðina til skrafs og ráðagerða. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Lesa meira

Lungnateymi Reykjalundar kom í heimsókn á HL stöðina

1/2/2024

Þann 1. febrúar fengum við Lungnateymi Reykjalundar í heimsókn á HL stöðina sem kynnti sér aðstöðu og starfsemi stöðvarinnar. Einnig var tækifærið nýtt til að fjalla almennt um lungnaendurhæfingu og möguleika okkar skjólstæðinga til endurhæfingar. Í gegnum tíðina hefur verið mikið og gott samstarf milli HL stöðvarinnar og Reykjalundar. HL stöðin þakkar Lungnateyminu kærlega fyrir heimsóknina og hlakkar til frekara samstarfs.‍

Lesa meira

GO RED 2024 - vitundarvakning um konur og hjartasjúkdóma

2/2/2024

Annan febrúar ár hvert eru konur hvattar til að klæðast rauðu og með því vekja athygli á hjartasjúkdómum kvenna. Í ár heldur GO RED upp á 15 ára afmæli sitt með útgáfu afmælisrits. Hér má nálgast afmælisritið.

Lesa meira

HL stöðin verður lokuð í dag vegna veðurs

31/1/2024

HL stöðin verður lokuð í dag, miðvikudag 31. janúar, vegna veðurs.

Lesa meira