Fimmtudaginn 13.febrúar kl. 14:00 flytur Bjarki Þór Jónasson næringarfræðingur á Landspítalanum fyrirlesturinn: Mataræði, hjartaði í fyrirrúmi. Verið öll hjartanlega velkomin.
Lesa meira7.febrúar er alþjóðlegur GoRed dagur og þá eru konur hvattar til að klæðast rauðu og með því vekja athygli á hjartasjúkdómum kvenna. Í ár heldur GoRed upp á daginn með útgáfur veftímarits. Hér má nálgast veftímaritið.
Lesa meiraStarfsemi HL stöðvarinnar verður samkvæmt stundaskrá. Gert er ráð fyrir að veðurviðvaranir falli úr gildi kl. 13 í dag. Hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meiraÖll starfsemi HL stöðvarinnar fellur niður í dag vegna veðurs. Komin er rauð veðurviðvörun og öllum ráðlagt að vera ekki á ferli.
Lesa meiraFræðsluerindið Að lifa með langvinnan sjúkdóm sem halda átti fimmtudaginn 6.febrúar fellur niður. Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 13. mars.
Lesa meiraMiðvikudaginn 15.janúar afhenti Vísindasjóður Lungnasamtakanna þrjá styrki við hátíðlega athöfn í húsnæði HL stöðvarinnar í Reykjavík, Hátúni 14. Eftirfarandi hlutu styrki úr sjóðunum : - Guðrún Nína Óskarsdóttir með verkefnið ,,Árangur endurhæfingar skjólstæðinga sem hafa farið í skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins. - Karin Kristina Sandberg með verkefnið ,,Aðgengi einstaklinga sem nota sérhæfða heimaöndunarvélameðferð að vistun á hjúkrunarheimili. - Fatima Mandia Labitigan með verkefnið ,,Nurses knowledge, skills and attitude in providing health education on inhaler devices among individuals with COPD and asthma, a cross-sectional study.
Lesa meira