Starfsemin

HL Stöðin

Endurhæfingastöð hjarta- og lungnasjúklinga, HL-stöðin í Reykjavík, var stofnuð 1.apríl 1989. Stofnaðilar stöðvarinnar voru Landssamtök hjartasjúklinga, SÍBS og Hjartavernd. Stjórn HL-stöðvarinnar er skipuð fulltrúum þeirra.

Stöðin hefur frá upphafi verið rekin sem óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun. Þátttakendur greiða æfingagjöld en hluti af þjálfuninni heyrir undir greiðsluþátttöku SÍ.

Við stöðina starfa nú 24 starfsmenn þar af 15 sjúkraþjálfarar, 1 íþróttafræðingur, 7 læknar og ritari, allir í hlutastarfi.

Um 350-420 einstaklingar þjálfa á HL- stöðinni hverju sinni í 20 hópum. Raðað er í hópa eftir áreynslugetu sem mæld er í áreynsluprófi í upphafi þjálfunar.

HL Stöðin

Gjaldskrá |

Mánaðargjald

Fullgreiðandi

11.000 kr.

Ellilífeyrisþegi

10.000 kr.

Öryrki

6.500 kr.

Fyrir hverja

HL-stöðin er endurhæfinga- og þjálfunarstöð fyrir einstaklinga með hjarta-og/eða lungnasjúkdóma.

Tekið er á móti einstaklingum í endurhæfingu eftir veikindi og inngrip á sjúkrahúsi s.s. eftir hjartaaðgerðir, lungnaaðgerðir, vegna hjartabilunar, langvinnra lungnasjúkdóma eða versnunar á sjúkdómsástandi.

HL Stöðin Salur
HL Rannsókn

Markmið

Sinna grunnendurhæfingu fyrir einstaklinga með hjarta-og/eða lungnasjúkdóma.

Bjóða upp á viðhaldsþjálfun þar sem einstaklingum gefst kostur á þjálfun í samræmi við getu sína.

Veita ráðgjöf og fræðslu um hjarta- og lungnasjúkdóma, áhættuþætti þeirra, mikilvægi hreyfingar, áhrif streitu, mikilvægi góðrar næringar og um lyf.