Á HL stöðinni starfa á þriðja tug starfsmanna, læknar, sjúkraþjálfarar og íþróttafræðingur með það að markmiði að hjálpa skjólstæðingum sínum til betra lífs í öruggu og hvetjandi umhverfi.
Beiðni um þjálfunFimmtudaginn 13.febrúar kl. 14:00 flytur Bjarki Þór Jónasson næringarfræðingur á Landspítalanum fyrirlesturinn: Mataræði, hjartaði í fyrirrúmi. Verið öll hjartanlega velkomin.
Lesa meira7.febrúar er alþjóðlegur GoRed dagur og þá eru konur hvattar til að klæðast rauðu og með því vekja athygli á hjartasjúkdómum kvenna. Í ár heldur GoRed upp á daginn með útgáfur veftímarits. Hér má nálgast veftímaritið.
Lesa meiraSíðastliðin 15 ár hef ég notið endurhæfingar hjá HL Stöðinni eftir hjartaáfall. Þar hef ég síðan mætt reglulega og fengið fræðslu og leiðbeiningar. Með þrekprófum er fylgst með getu og árangri. Á HL stöðinni er góð aðstaða og tæki til þjálfunar og frábært starfsfólk. Þar er góður félagsandi þátttakenda og þjálfara sem skiptir máli.
HL stöðin er sú líkamsræktarstöð sem ég hef stundað frá árinu
2015. Starfsfólk stöðvarinnar er dásamlegt. Það heldur einstaklega vel utan um alla. Hér fær hver einstaklingur að stunda sínar æfingar á eigin forsendum. Við erum hvött áfram af ljúfmennsku, hlýju og mikilli fagmennsku. Ég get ekki hugsað mér betri stað til að stunda líkamsrækt.