Starfsfólk göngudeildar kransæða, hjartagáttar og hjartadeildar Landspítalans kom í heimsókn á HL stöðina og kynnti sér starfsemi stöðvarinnar og aðstöðu. Alla tíð hefur verið mikð og gott samstarf á milli HL stöðvarinnar og Landspítala. Það var því einkar ánægjulegt að fá þessa góðu kollega í heimsókn á stöðina til skrafs og ráðagerða. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.
Lesa meiraÞann 1. febrúar fengum við Lungnateymi Reykjalundar í heimsókn á HL stöðina sem kynnti sér aðstöðu og starfsemi stöðvarinnar. Einnig var tækifærið nýtt til að fjalla almennt um lungnaendurhæfingu og möguleika okkar skjólstæðinga til endurhæfingar. Í gegnum tíðina hefur verið mikið og gott samstarf milli HL stöðvarinnar og Reykjalundar. HL stöðin þakkar Lungnateyminu kærlega fyrir heimsóknina og hlakkar til frekara samstarfs.
Lesa meiraAnnan febrúar ár hvert eru konur hvattar til að klæðast rauðu og með því vekja athygli á hjartasjúkdómum kvenna. Í ár heldur GO RED upp á 15 ára afmæli sitt með útgáfu afmælisrits. Hér má nálgast afmælisritið.
Lesa meiraHL stöðin verður lokuð í dag, miðvikudag 31. janúar, vegna veðurs.
Lesa meiraEliza Reid verndari Lungnasamtakanna afhenti á mánudaginn 15. Janúar 2024 fyrsta styrk úr Vísindasjóði Lungnasamtakanna við hátíðlega athöfn í húsnæði Lungnasamtakanna í Borgartúni 28a. Styrkinn hlaut Jón Pétur Jóelsson nýdoktor við Háskóla Íslands og Landspítala. Jón Pétur vinnur að rannsókn á meðferðarúrræði til að fyrirbyggja og/eða meðhöndla öndunarvélatengdan lungnaskaða í samstarfi við Sigurberg Kárason yfirlækni á gjörgæslu Landspítalans á Hringbraut. Öndunarvélarmeðferð er lífsbjargandi úrræði fyrir alvarlega veika sjúklinga gjörgæsludeilda sem getur þó leitt til alvarlegra fylgikvilla sem nefndur er öndunarvélatengdur lungnaskaði. Skortur er á meðferðaúrræðum til þess að hindra slíkan skaða.Vísbendingar eru um að sýklalyfið azithromycin hafi þekjustyrkjandi og bólgubreytandi eiginleika og snýr rannsóknin að því hvort lyfið geti spornað að einhverju leyti við lungnaskaða vegna öndunarvélarmeðferðar.
Lesa meiraHL-stöðin opnar aftur á morgun 2.janúar samkvæmt stundaskrá. Hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira