Fréttir

Eliza Reid verndari Lungnasamtakanna afhendir styrk úr Vísindasjóði Lungnasamtakanna

15/1/2024

Eliza Reid verndari Lungnasamtakanna afhenti á mánudaginn 15. Janúar 2024 fyrsta styrk úr Vísindasjóði Lungnasamtakanna við hátíðlega athöfn í húsnæði Lungnasamtakanna í Borgartúni 28a. Styrkinn hlaut Jón Pétur Jóelsson nýdoktor við Háskóla Íslands og Landspítala. Jón Pétur vinnur að rannsókn á meðferðarúrræði til að fyrirbyggja og/eða meðhöndla öndunarvélatengdan lungnaskaða í samstarfi við Sigurberg Kárason yfirlækni á gjörgæslu Landspítalans á Hringbraut. Öndunarvélarmeðferð er lífsbjargandi úrræði fyrir alvarlega veika sjúklinga gjörgæsludeilda sem getur þó leitt til alvarlegra fylgikvilla sem nefndur er öndunarvélatengdur lungnaskaði. Skortur er á meðferðaúrræðum til þess að hindra slíkan skaða.Vísbendingar eru um að sýklalyfið azithromycin hafi þekjustyrkjandi og bólgubreytandi eiginleika og snýr rannsóknin að því hvort lyfið geti spornað að einhverju leyti við lungnaskaða vegna öndunarvélarmeðferðar.

Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár

1/1/2024

HL-stöðin opnar aftur á morgun 2.janúar samkvæmt stundaskrá. Hlökkum til að sjá ykkur.

Lesa meira

Jólakveðja

21/12/2023

HL-stöðin sendir iðkendum, vinum og velunnurum hugheilar jóla-og nýárskveðjur. Með þakklæti fyrir árið sem er að líða og von um heillaríkt komandi ár. Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári. Opnum aftur 2.janúar.

Lesa meira

Gjöf frá Oddfellw stúkunni Baldur IOOF nr. 20

18/12/2023

Þann 18.desember færðu félagar úr Oddfellow stúkunni Baldur IOOF nr. 20 HL stöðinni veglega gjöf. Kvikasilfursmæli á fæti, handknúinn blóðþrýstingsmæli ásamt fylgihlutum og stóla til að nota í stólaleikfimi. HL stöðin þakkar félögunum í Baldri, stúku nr.20, innilega fyrir höfðingsskapinn með ósk um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári.

Lesa meira

Jólakaffi á HL stöðinni

5/12/2023

Þann 11.-13. desember verða starfsmenn stöðvarinnar í sérstöku jólaskapi og bjóða upp á jólakaffi og smákökur eftir æfingu. Endilega gefið ykkur tíma til að setjast niður eftir æfingu og fá ykkur hressingu. Hlökkum til að sjá ykkur.

Lesa meira

Hjartaheill 40 ára

1/12/2023

Hjartaheill landsamtök hjartasjúklinga fagnar 40 ára afmæli á árinu. Hjartaheill hefur unnið ötult starf í þágu hjartasjúklinga í landinu og eru meðal annars stofnaðilar HL stöðvarinnar. Fimmtudaginn 30.nóvember gáfu þeir út afmælisblað sem hægt er að skoða í hér.

Lesa meira